spot_img
HomeFréttirNjarðvík og Breiðablik leika til úrslita í unglingaflokki

Njarðvík og Breiðablik leika til úrslita í unglingaflokki

Úrslitahelgi yngri flokka hófst í Ljónagryfjunni í kvöld þar sem leikið var til undanúrslita í unglingaflokki karla. Í fyrri leik kvöldsins áttust við Njarðvík og Grindavík en í þeim síðari mættust KR og Breiðablik. Grænu liðin Njarðvík og Breiðablik komust áfram og leika því til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudag.

Njarðvík hafði öflugan 95-81 sigur á Grindavík. Arnór Sveinsson var stigahæstur í liði Njarðvíkur í kvöld með 27 stig og 5 fráköst en Kristinn Pálsson bætti við hörku þrennu með 19 stig, 16 fráköst og 10 stoðsendingar!

Tölfræði leiksins

Þá mörðu Blikar sigur á KR 86-82 og önnur þrenna leit dagsins ljós en hana stimplaði Arnór Hermannsson inn fyrir KR með 13 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar en stigahæstur var Andrés Hlynsson með 29 stig og 17 fráköst. Hjá Breiðablik var Sveinbjörn Jóhannesson stigahæstur með 21 stig og 9 fráköst og Ragnar Jósef Ragnarsson bætti við 20 stigum og 7 fráköstum.

Tölfræði leiksins

Myndir/ JBÓ

Fréttir
- Auglýsing -