spot_img
HomeFréttirNjarðvík niðurlægðu Þór Ak.

Njarðvík niðurlægðu Þór Ak.

22:20

ddGestrisni Njarðvíkinga var ekki mikil í kvöld þegar þeir niðurlægðu gesti sína frá Akureyri með 139 stigum gegn 90 stigum gestanna. Brenton Birmingham fór fyrir liði sínu og setti niður 33 stig, þar af 21 stig í fyrsta fjórðung. Hjá gestunum var Cedric Isom með 33 stig líkt og Brenton.

 

Njarðvíkingar hófu leikinn af miklum krafti og sennilega ósáttir með síðasta leik liðsins gegn Snæfell. Þórsarar fengu því að finna fyrir særðu Ljóninu strax á fyrstu mínútum leiksins þegar 4 mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 24-4 heimamenn í vil. Brenton hafði farið mikinn á þessum kafla leiksins og sett niður 16 stig. Eftir fyrsta fjórðung var staðan 41-25, en þess má geta að UMFN skoraði aðeins 67 stig í öllum síðasta leik.  

 

dsf

Friðrik Stefánsson fór útaf eftir tognun fljótlega í fyrsta leikhluta og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Það hafði þó lítil áhrif á leik liðsins og Egill Jónasson blokkaði hvert “drævið” á fætur öðru sem kom inní teig heimamanna. Og áfram hélt orrahríð heimamanna. Njarðvík pressaði gestina stíft og uppskáru marga auðvelda bolta þar sem Þórsarar voru gersamlega slegnir út af laginu eftir fyrsta leikhlutann. 75-42 í hálfleik og þessi leikur orðinn nánast formsatriði fyrir heimamenn.   Áfram héldu Njarðvíkingar þó og Hörður Axel var einnig sjóðandi heitur og hélt áfram að salla niður stigum og þá helst úr þriggja stiga skotunum. Hann endaði með að setja niður 7 slíkar. 117-64 var staðan eftir þann þriðja og “minni spámenn” byrjaðir að tínast inná hjá báðum liðum.  

 

fd 

 

Fjórði leikhluti fór mest í það að liðinn skiptust á körfum og var ekki mjög mikið um tilþrif. Þegar skammt var til loka var eins og gerist í svona leikjum, allir byrjunarliðsmenn hvíldir og fengu menn sem fá minna að spila sínar mínútur og möguleika á að sýna sig. Það endaði því þannig að Njarðvíkingar skoruðu 139 stig gegn þó 90 stigum gestanna og 49 stiga sigur í höfn. Brenton var sem fyrr segir stigahæstur heimamanna með 33 stig og honum næstur var Damon Bailey með 29. Hörður Axel kom svo næstur með 26 stig ásamt því að senda 9 stoðsendingar. Hjá Þórsurum var Cedric Isom með 33 og Óðinn Ásgeirsson kom honum næstur með 14 stig.   Njarðvíkingar því enn í 4 sæti með 16 stig en Þórsarar í 9-10 sæti með 8 stig ásamt Tindastól.

Fréttir
- Auglýsing -