spot_img
HomeFréttirNjarðvík með útisigur í Garðabæ

Njarðvík með útisigur í Garðabæ

Stjarnan tók á móti Njarðvík í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í kvöld. Fyrsti leikur beggja liða í Subway deild karla á nýju ári.

Njarðvíkingar byrjuðu leikinn umtalsvert betur og höfðu 15 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 15-31. Erfið byrjun átti eftir að reynast heimamönnum dýrkeypt, og náður þeir aldrei að klóra sig upp úr þeirri holu. Þrátt fyrir að hafa náð að jafna leikinn, 88-88, þegar skammt var eftir, komust Garðbæingar ekki lengra og lokatölur níu stiga sigur Njarðvíkur, 92-101.

Ægir Þór Steinarsson var stigahæstur heimamanna með 28 stig en hjá Njarðvík skoraði Þorvaldur Orri Árnason 24.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -