spot_img
HomeFréttirNjarðvík með tíu stiga sigur í Höfninni

Njarðvík með tíu stiga sigur í Höfninni

Þórsarar tóku á móti Njarðvík í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í gær, fimmtudag. Bæði lið sigla frekar lygnan sjó í deildinni, og eru sem sakir standa í sætum sem gefa heimavallarrétt í úrslitakeppninni.

Gestirnir byrjuðu betur og höfðu fimm stiga forskot eftir stigaháan fyrsta fjórðung, 30-35. Minna var skorað í öðrum leikhluta, og höfðu gestirnir þriggja stiga forskot í hálfleik, 48-51.

Njarðvíkingar voru sterkari í síðari hálfleik og unnu að lokum tíu stiga sigur, 100-110. Darwin Davis var stigahæstur í liði heimamanna með 19 stig, en í liði gestanna var Chaz Williams frábær með 31 stig og 13 stoðsendingar.

Fréttir
- Auglýsing -