spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaNjarðvík lagði ÍR í Ljónagryfjunni

Njarðvík lagði ÍR í Ljónagryfjunni

Íslandsmeistarar Njarðvíkur lögðu botnlið ÍR í kvöld í Subway deild kvenna, 86-68. Eftir leikinn er Njarðvík í 3.-4. sæti deildarinnar með 14 stig líkt og Valur (sem á leik til góða) á meðan að ÍR er sem fyrr í 8. sætinu, enn án stiga eftir fyrstu 11 umferðirnar.

Stgahæstar fyrir Njarðvík í kvöld voru Raquel De Lima með 26 stig og Briet Sif Hinriksdóttir með 22 stig.

Fyrir ÍR var Greeta Uprus með 18 stig og Jamie Cherry bætti við 17 stigum.

Bæði lið eiga leik næst komandi miðvikudag 7. desember. ÍR fær topplið Keflavíkur í heimsókn á meðan að Njarðvík heimsækir Breiðablik í Smárann.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -