Bikarmeistarar Njarðvíkur urðu í kvöld meistarar meistaranna eftir sigur gegn Íslandsmeisturum Hauka í meistarakeppni KKÍ, 83-86.
Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn nokkuð jafn og spennandi í lokin. Liðin skiptust á forystunni í leiknum þannig að Njarðvík leiddi með 4 stigum eftir fyrsta fjórðung en þegar í hálfleik var komið leiddu heimakonur í Haukum með 5 stigum.
Í upphafi seinni hálfleiks snýr Njarðvík taflinu svo sér aftur í vil og eru þær með 5 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann. Undir lokin ná Haukar góðu áhlaupi, en eru þá komnar of langt fyrir aftan til þess að eiga möguleika á að stela sigrinum og fer svo að lokum að Njarðvík vinnur með 3 stigum, 83-86.
Stigahæstar fyrir Njarðvík í kvöld voru Brittany Dinkins með 20 stig og Hulda María Agnarsdóttir með 18 stig.
Fyrir Hauka var Amandine Toi með 35 stig og Krystal Jade Freeman bætti við 17 stigum
Myndasafn ( Gunnar Jónatansson)



