spot_img
HomeFréttirNjarðvík lætur Moss fara

Njarðvík lætur Moss fara

Njarðvík lét erlenda leikmann sinn, Shantrell Moss, fara eftir undanúrslitaleik liðsins gegn Haukum fyrr í kvöld. Þar skoraði Moss 16 stig í tapi fyrir Haukum. Frá þessu er greint á heimasíðu Njarðvíkur.
Yfirlýsing kvennaráðs Kkd. UMFN.
 
,,Kvennaráð kkd UMFN ákvað eftir undanúrslitaleik Hauka og Njarðvíkur í Subway- bikar kvenna að segja upp samningi við Shantrell Moss, erlendan leikmann kvennaliðs Njarðvíkur.  Undanfarnar vikur hafa einkenst af spennu og samskiptaörðuleikum á milli leikmanna/þjálfara og stjórnar annarsvegar og leikmansins hinsvegar.  Kvennaráð harmar að þurfa að taka þessa ákvörðun en ástandið var orðið yfirþyrmandi.  Óskum við Santrell velfarnaðar í framtíðinni.  Ekki hefur verið tekin ákvörðun um ráðningu annars erlends leikmanns að svo stöddu."
 
Mynd: Shantrell Moss lék sinn síðasta leik fyrir Njarðvík í kvöld – Tomasz Kolodziejski
Fréttir
- Auglýsing -