spot_img
HomeFréttirNjarðvík-Keflavík: Bein textalýsing

Njarðvík-Keflavík: Bein textalýsing

Hér að neðan fer bein textalýsing úr grannaglímu Njarðvíkur og Keflavíkur í Domino´s-deild kvenna.

2. leikhluti

18-32 og 5.00mín í hálfleik. Keflvíkingar halda þeessari þægilegu 10-15 stiga forystu örugglega og á meðan Njarðvíkingar eru nánast engin ógn í langskotum er varnarleikurinn þeim mun auðveldari.

Eftir 13 mínútna leik eru heimakonur í Njarðvík 0-6 í þristum…þau vilja ekki fyrir utan en það hefur gengið best hjá þeim að finna Lindu og Kareni í teignum. Á sama tíma er mun meira jafnvægi í inn-út leik Keflvíkinga.

16-26 og 8.33mín eftir af öðrum leikhluta, dæmd óíþróttamannsleg villa á Njarðvíkinga þar sem Birna Valgerður fékk nokkuð högg á andlit er hún sótti að körfu Njarðvíkinga.

14-25 Karen Dögg opnar annan leikhluta fyrir Njarðvík með körfu í teignum.

1. leikhluti: 12-25

12-25: Fyrsta leikhluta lokið. Keflvíkingar sterkari aðilinn en Njarðvíkingar unnu á undir lok leikhlutans.

12-23 Birna Valgerður kemur eitursvöl af bekk Keflavíkur og skellir niður þrist. Í sókninni þar á undan hafði Karen Dögg Vilhjálmsdóttir skólað Birnu á blokkinni í anda Kevin McHale svo Birna svaraði fljótt fyrir sig.

10-20 María Jónsdóttir miðherji Njarðvíkinga sem var að fá sína aðra villu eftir 6 mínútna leik gerir góða körfu í teig Keflavíkur.

8-18 Soffía Rún minnkar muninn í 10 stig fyrir Njarðvíkinga en í sókninni þar á undan hafði Moorer skellt niður þrist fyrir Keflavík. Gestirnir úr Keflavík leika vörn allan völlinn og keyra vel í bakið á Njarðvíkingum og hafa náð nokkrum góðum körfum með þeim hætti í upphafi leiks.

2-13 og Keflvíkingar mun betri á upphafsmínútunum, fastar fyrir á varnarendanum og virðast eiga nokkuð auðvelt með að sauma sig upp að körfu Njarðvíkinga. Agnar Mar tekur leikhlé fyrir Njarðvík þegar 6.30mín eru eftir af fyrsta leikhluta.

2-9 Erna Hákonardóttir skorar fimm stig í röð fyrir Keflavík, fyrst með þrist og svo stolinn bolti og teigkarfa.

2-2 Thelma Dís opnar leikinn fyrir Keflavík en Björk Gunnarsdóttir svarar í sömu mynt fyrir heimakonur.

– Leikur hafinn og það eru Keflvíkingar sem vinna uppkastið.

Byrjunarlið Njarðvíkur
Björk Gunnarsdóttir, Erna Freydís Traustadóttir, Soffía Rún Skúladóttir, Linda Þórdís Róbertsdóttir og María Jónsdóttir.

Byrjunarlið Keflavíkur
Ariana Moorer, Erna Hákonardóttir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir.

Fyrir leik:

– Ína María Einarsdóttir er fjarverandi í liði Njarðvíkinga í kvöld vegna meiðsla

– Eins og flestir muna sögðu Njarðvíkingar upp samningi sínum við Carmen Tyson-Thomas á dögunum og leika því í kvöld og það sem eftir tímabilsins án erlends atvinnumanns.

Fréttir
- Auglýsing -