spot_img
HomeFréttirNjarðvík í úrslit í unglingaflokki

Njarðvík í úrslit í unglingaflokki

Njarðvík var rétt í þessu að leggja Stjörnuna 106-84 í unglingaflokki karla og mun leika til úrslita á sunnudag gegn annað hvort Fjölni eða Keflavík. Maciek Baginski fór á kostum í Njarðvíkurliðinu með 40 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Hjá Stjörnunni var Oddur Rúnar Kristjánsson með 26 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar.
 
 
Nú eftir örfáar mínútur hefst undanúrslitaviðureign Keflavíkur og Fjölnis og sigurliðið úr þeim slag mætir Njarðvík í DHL Höllinni á sunnudag í slag um Íslandsmeistaratitilinn í unglingaflokki.
 
Mynd úr safni/ Maciek Baginski á NM 2012 en hann leiddi Njarðvíkinga til sigurs gegn Stjörnunni í kvöld. 
Fréttir
- Auglýsing -