spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaNjarðvík í annað sætið eftir sigur gegn Stjörnunni

Njarðvík í annað sætið eftir sigur gegn Stjörnunni

Njarðvík lagði Stjörnuna í Subway deild kvenna í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ, 60-79. Eftir leikinn er Njarðvík í öðru sæti deildarinnar á meðan að Stjarnan er einum sigurleik fyrir aftan í þriðja sætinu.

Það voru gestirnir úr Njarðvík sem voru í bílstjórasætinu frá upphafsmínútum leiksins. Leiða með 17 stigum eftir fyrsta leikhluta. Stjarnan nær svo aðeins að koma til baka og er forysta Njarðvíkur aðeins 13 stig þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 27-40.

Njarðvík nær aftur að setja fótinn á bensíngjöfina í upphafi seinni hálfleiksins og gera meira og minna útum leikinn í þriðja fjórðungnum, þar sem forysta þeirra er komin í 20 stig fyrir lokaleikhlutann. Í honum gera þær svo nóg til þess að sigla að lokum mjög öruggum 19 stiga sigur í höfn, 60-79.

Atkvæðamest heimakvenna í leiknum var Katarzyna Trzeciak með 18 stig, 5 fráköst og 9 stoðsendingar. Henni næst var Denia Davis-Stewart með 14 stig og 9 fráköst.

Fyrir Njarðvík voru atkvæðamestar Jana Falsdóttir með 21 stig, 3 fráköst, 6 stoðsendingar, 6 stolna bolta og Emilie Hesseldal með 19 stig, 14 fráköst og 5 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -