Njarðvík gerði góða ferð í Kópavoginn í kvöld þegar liðið mætti Breiðablik í 1. deild kvenna. Soffía Rún Skúladóttir var með 14 stig og 6 fráköst í liði gestanna en hjá heimakonum var Aníta Rún Árnadóttir atkvæðamest með 16 stig og 7 fráköst.
Það var tvíhöfði í Smáranum í kvöld og tók kvennalið Breiðabliks á móti Njarðvíkingum í fyrri leiknum. Fyrir leikinn voru liðin á svipuðu róli um miðja deildina en Breiðablik sigraði í síðustu viðureign í Ljónagryfjunni.
Gestirnir áttu fyrstu stig leiksins og fyrstu fimm mínúturnar nokkuð jafnar hvað varðar stig. Eftir það var annað hvort Breiðablik nokkrum stigum yfir eða staðan jöfn. Það verður seint sagt að þetta hafi verið einstaklega fallegur körfuboltaleikur. Það var í raun lítið skorað og skotnýting frekar léleg hjá báðum liðum. Bæði lið áttu þó marga flotta kafla í leiknum. Blikanir spiluðu frábæra vörn og Njarðvíkingar komu engum á óvart þegar þær settu risa stórar þriggja stiga körfur niður á mikilvægum stundum í leiknum.
Heimakonur voru í raun betri fyrstu 38 mínútur leiksins en Njarðvíkingar spiluðu lokamínúturnar tvær mun betur og fóru með sigur af hólmi. Lokaniðurstaða: Breiðablik 53 – 55 Njarðvík.
Breiðablik-Njarðvík 53-55 (19-13, 15-17, 8-6, 11-19)
Breiðablik: Aníta Rún Árnadóttir 16/7 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 9/6 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 9/8 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 6/13 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 6/8 fráköst, Elín Kara Karlsdóttir 3, Inga Sif Sigfúsdóttir 2/4 fráköst/5 stoðsendingar, Hlín Sveinsdóttir 2, Guðrún Edda Bjarnadóttir 0/6 fráköst, Kristín Rós Sigurðardóttir 0, Arndís Þóra Þórisdóttir 0.
Njarðvík: Soffía Rún Skúladóttir 14/6 fráköst, Svanhvít Ósk Snorradóttir 11/6 fráköst, Hera Sóley Sölvadóttir 8/4 fráköst, Björk Gunnarsdótir 6/8 fráköst, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 6/5 fráköst, Birta Rún Gunnarsdóttir 5, Hulda Ósk B. Vatnsdal 3, Nína Karen Víðisdóttir 2, Elísabet Sigríður Gu?nadóttir 0, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0/4 fráköst, Svala Sigurðadóttir 0, Ásta Magnhildur Sigurðardóttir 0.