spot_img
HomeFréttirNjarðvík-Grindavík - leikur 2: Grindavík í undanúrslit!

Njarðvík-Grindavík – leikur 2: Grindavík í undanúrslit!

Önnur viðureign UMFN og UMFG í 8-liða úrslitum Iceland Express deildar karla fer nú fram í Ljónagryfjunni. Grindvíkingar unnu fyrsta leikinn með miklum yfirburðum og geta með sigri í kvöld tryggt sér sæti í undanúrslitum keppninnar.
– Leik lokið: 76-87 fyrir Grindavík. Grindvíkingar eru komnir í undanúrslit en leiktíðinni er lokið hjá Njarðvíkingum sem veittu deildarmeisturum Grindavíkur verðuga mótspyrnu í kvöld.
 
– 1.58mín til leiksloka: 73-81 fyrir Grindavík og það má mikið út af bera ef gestirnir klára ekki þennan leik.
 
– 3.28mín til leiksloka: Njarðvík 61-81 Grindavík – Þorleifur Ólafsson smellti þrist yfir Njarðvíkinga sem höfðu skellt sér í svæðisvörn.
 
– 4.45mín til leiksloka: 63-76 fyrir Grindavík og Þorleifur Ólafsson að skora og fá villu að auki. Njarðvíkingar virðast sprungnir á limminu og eiga í vandræðum sóknarlega gegn sterkri vörn deildarmeistaranna.
 
– Rúmar þrjár mínútur liðnar af fjórða þegar Njarðvíkingar ná að skora fyrstu stigin sín í fjórða eftir 8-0 byrjun Grindvíkinga og staðan 63-69.
 
– Fjórði leikhluti hafinn og Watson virðist ætla í gír í Grindavíkurliðinu, opnar með þrist fyrir gestina og 61-64 fyrir UMFG. 
 
– Þriðja leikhluta lokið: 61-61 og Travis Holmes lokaði leikhlutanum með því að jafna fyrir Njarðvíkinga í erfiðu gegnumbroti. Njarðvík vann leikhlutann 18-16.
 
– 2.29mín eftir af þriðja: UMFN 56-54 UMFG…Elvar Friðriksson að fara mikinn í Njarðvíkurliðinu þessar mínúturnar. 
 
– 4.57mín eftir af þriðja: UMFN 50-54 UMFG… Pettinella og Sigurður Þorsteins með 3 villur hjá UMFG og Ólafur Helgi í Njarðvíkurliðinu. 
 
– 7.21mín mín eftir af þriðja: 43-49 og Bullock með hrikalega Grindavíkurtroðslu í ,,traffík" í Njarðvíkurteignum.
 
– Síðari hálfleikur er hafinn og liðin ná ekki að skora fyrstu mínútuna…
 
– Nýting liðanna í hálfleik
UMFN: tveggja 53,5% – þriggja 20% – víti 100%
UMFG: tveggja 68,4% – þriggja 40% – víti 87,5%  
 
– Hálfleikur: 43-45 fyrir Grindavík. Holmes með 12 stig í liði Njarðvíkinga, Bullock og Jóhann Árni með 9 stig í liði Grindavíkur. 
 
– 28 sek til hálfleiks: Travis Holmes skorar og fær víti að auki sem dettur niður og hann jafnar 43-43…
 
– 3.10mín til hálfleik: Staðan 32-38 fyrir UMFG og Njarðvíkingar taka leikhlé. Grindvíkingar hafa verið ferskari eftir stimpingarnar áðan og nokkur vindur virðist úr Njarðvík sem eiga bágt með að finna leiðina upp að Grindavíkurkörfunni gegn þéttri vörn gestanna.
 
– 6.26mín til hálfleik: Hér er allt við suðumark, minnstu munaði að slagsmál brytust út! Ólafur Helgi, Ómar Sævars, Cameron Echols og Jóhann Árni Ólafsson. Þessir ágætu kappar voru komnir í ,,rumble in the jungle" en leikur er að hefjast á ný. Ljós að Njarðvíkingar ætla að selja sig dýrt!
 
– 7.02mín í hálfleik: 26-30 fyrir UMFG – Þorleifur Ólafsson að klína ofaní þrist, sjpaldið ofaní, hann kallaði það ekki!
 
– Fyrsta leikhluta lokið: Staðan 24-25 fyrir Grindavík, Páll Axel Vilbergsson gerði síðustu stig leikhlutans þegar 11 sekúndur voru eftir og lokaþristur Njarðvíkinga í leikhlutanum kom frá Hitri Hrafni Einarssyni en hann vildi ekki niður. Annað skot sem vildi niður var borgarskot Iceland Express, hér var ungur maður að smella niður þrist og fær flugfarseðil fyrir vikið.
 
– 1.34mín eftir af fyrsta: Pettinella fljótur að næla sér í tvær villur hjá Grindavík, nýkominn inn á völlinn af Grindavíkurbekknum.
 
– 3.30mín eftir af fyrsta: 16-15 UMFN í vil og það er hart barist í Ljónagryfjunni, menn að taka vel á því. Grindvíkingar taka leikhlé enda hafa Njarðvíkingar stoppað vel upp í varnarleik sinn og gestirnir ekki skorað í tvær mínútur. 
 
– 4.57mín eftir af fyrsta: 16-14 og Njarðvíkingar ná forystunni í fyrsta sinn. Búnir að jafna sig á góðri byrjun gestanna.
 
– UMFN 7-12 UMFG og 7.00mín eftir af fyrsta, Bullock með Grindavíkurþrist. Vörn heimamanna á hælunum þessar upphafsmínútur leiksins. 
 
– Leikur hafinn í Ljónagryfjunni, hér koma byrjunarliðin:
-Njarðvík: Elvar Már Friðriksson, Ólafur Helgi Jónsson, Travis Holmes, Páll Kristinsson og Cameron Echols.
-Grindavík: Giordan Watson, Þorleifur Ólafsson, Jóhann Árni Ólafsson, J´Nathan Bullock og Sigurður Gunnar Þorsteinsson.
 
-Nú eru rúmar fimm mínútur í leik og oft hefur verið setið þéttar á pöllum Ljónagryfjunnar.
Fréttir
- Auglýsing -