spot_img
HomeFréttirNjarðvík framlengir samninga við leikmenn

Njarðvík framlengir samninga við leikmenn

13:05

{mosimage}
(Sæunn, Sigurlaug og Anna María leika með Njarðvík á næsta tímabili)

Kvennaráð Njarðvíkur undirritaði samninga við þrjá leikmenn um að leika áfram með liðinu á næstu leiktíð. Þetta eru þær Sæunn Sæmundsdóttir, Anna María Ævarsdóttir og Sigurlaug Rúna Guðmundsdóttir. En frá þessu er greint á heimasíðu Njarðvíkur.

Á heimasíðu Njarðvíkur er einnig staðfest að Unndór Sigurðsson verði áfram með liðið en undir hans stjórn náðu Njarðvíkingar 3. sæti í 1. deild kvenna og voru 4 og 8 stigum á eftir Snæfell og Haukum-B.

[email protected]

Mynd: umfn.is/korfubolti

Fréttir
- Auglýsing -