spot_img
HomeFréttirNjarðvík ekki sigrað heimaleik í rúman mánuð

Njarðvík ekki sigrað heimaleik í rúman mánuð

Njarðvíkingar hafa nú ekki sigrað leik í Ljónagryfju sinni síðan 5. mars, eða þegar þeir fengu Stjörnumenn í heimsókn í deildarleik. Þann leik tóku þeir með 5 stigum. Síðan þá hafa þeir leikið 3 heimaleiki og tapað þeim öllu. 
 Það voru Snæfellsmenn sem völtuðu yfir Njarðvíkinga í síðasta heimaleik deildarleik þeirra grænklæddu. Síðan þá hafa þeir tapað gegn Stjörnunni í 8 liða úrslitum og svo nú síðast fóru þeir illa gegn Keflvíkingum sem hreinlega völtuðu yfir heimamenn.  Margir hafa nú sett stórt spurningamerki við nafngift heimavallar Njarðvíkinga og hafa Keflvíkingar gerst svo djarfir að kalla heimavöll nágranna sinna "kisukassann" 
 
Spurning hvort Njarðvíkingar vilji ekki hreinlega afsala sér heimavallarrétti sínum og spila næsta leik í Toyotahöll þeirra Keflvíkinga þrátt fyrir að það virðist vera erfiðasta vígið þetta árið. 
Fréttir
- Auglýsing -