spot_img
HomeFréttirNjarðvík einum sigri frá fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í tíu ár

Njarðvík einum sigri frá fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í tíu ár

Haukar og Njarðvík mættust í þriðja leik úrslita Subwaydeildatinnar að Ásvöllum í kvöld. Liðin höfðu fyrir leikinn unnið einn leik hvort. Báðir leikirnir unnust á útivelli og mátti því búast við hverju sem er í kvöld.

Leikurinn var jafn í upphafi og greinilega hátt spennustig bæði á pöllunum sem og inn á vellinum. Liðin hittu vel og skiptust á að hafa forystu. Varnarleikur beggja liða hertist eftir því sem leið á fjórðunginn og verr gekk að skora. Staðan 19-18 Haukum í vil eftir fyrsta fjórðung.

Annar fjórðungur bauð mikið upp á það sama og sá fyrsti; harðar varnir og spennu. Aliyha og Lavina drógu vagninn fyrir Njarðvík en fleiri leikmenn settu í púkkið fyrir Hauka. Njarðvík átti síðasta áhlaup fyrri hálfleiks og leiddu 35-40 í hálfleik.

Njarðvíkingar komu sterkari til leiks í seinni hálfleik og náðu leiknum fljótt í tveggja til þriggja körfu leik. Haukar svöruðu með áhlaupi og minnkuðu muninn í eitt stig um miðjan þriðja fjórðung. Njarðvík var þó alltaf skrefinu á undan og höfðu aukið muninn í 11 stig með áhlaupi undir lok þriðja fjórðungs. Staðan 50-61 og stefndi í þriðja útisigur rimmunar.

Varnarleikur Hauka hertist í fjórða fjórðung og þegar fimm mínútur lifðu leiks var munurinn orðinn þrjú stig. Njarðvík var þó skrefinu á undan en leikurinn æsispennandi. Helena minnkaði muninn ín þrjú stig þegar mínúta lifði leiks en nær komust haukar ekki og Njarðvík landaði sigri.

Í liði Njarðvíkur voru Aliyha og Lavina afgerandi bestar en nefna verður þó þátt Vilborgar sem átti góðan dag í vörninni. Helena var best hjá Haukum í kvöld en framlag kom víða frá.

Fráköst og einstaklingsframtak reið baggamuninn í kvöld og verður fróðlegt að sjá hvernig liðin mæta í næsta leik.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Jón Björn)

Karfan.is/iHandle

Fréttir
- Auglýsing -