spot_img
HomeFréttirNjarðvík deildarmeistari í 1. deild kvenna

Njarðvík deildarmeistari í 1. deild kvenna

Njarðvíkingar urðu í kvöld deildarmeistarar í 1. deild kvenna eftir öruggan 68-44 sigur á Fjölni. Með sigrinum tók Njarðvík 8 stiga forystu á Stjörnuna. Bilið er orðið of breitt því Stjörnukonur eiga aðeins þrjá leiki eftir og Njarðvíkingar tvo. Stigahæst Njarðvíkurkvenna var Erna Hákonardóttir með 23 stig þar af fjóra þrista á fjórum mínútum í fjórða leikhluta en þann leikhluta unnu Njarðvík 31:12 og þar með leikinn en Fjölnisstúlkur leiddu í hálfleik með 3 stigum, 23:26. Hjá Fjölni var Erla Kristinsdóttir stigahæst með 19 stig. 
 
 
Njarðvík vermir toppsætið með 20 stig og hefur unnið alla tíu deildarleikina sína til þessa ásamt því að komast í undanúrslit Poweradebikarsins þar sem grænar máttu fella sig við að detta út gegn verðandi bikarmeisturum Grindavíkur.
 
Síðustu tveir leikir Njarðvíkinga í deildarkeppni 1. deildar eru þann 14. mars á útivelli gegn KFÍ og þann 21. mars á heimavelli gegn Þór Akureyri. Njarðvíkingar eru deildarmeistarar og fá sinn titil á heimavelli afhentan í síðasta leik en mæta svo liðinu úr 2. sæti deildarkeppninnar í úrslitaseríu um úrvalsdeildarsæti en þar berjast Fjölnir, KFÍ og Stjarnan um hituna. 
 
Staðan í 1. deild kvenna
Deildarkeppni
Nr. Lið L U T S Stig/Fen Stg í L/Fen m Heima s/t Úti s/t Stig heima s/f Stig úti s/f Síðustu 5 Síð 10 Form liðs Heima í röð Úti í röð JL
1. Njarðvík 10 10 0 20 720/503 72.0/50.3 5/0 5/0 72.0/48.4 72.0/52.2 5/0 10/0 +10 +5 +5 0/0
2. Stjarnan 9 6 3 12 658/541 73.1/60.1 3/1 3/2 76.8/57.3 70.2/62.4 3/2 6/3 -2 -1 -1 0/0
3. KFÍ 8 5 3 10 526/465 65.8/58.1 4/1 1/2 73.6/55.4 52.7/62.7 5/0 5/3 +5 +4 +1 0/0
4. Fjölnir 9 4 5 8 586/619 65.1/68.8 3/2 1/3 70.2/69.4 58.8/68.0 2/3 4/5 -1 +1 -1 1/0
5. Tindastóll 8 2 6 4 438/530 54.8/66.3 0/2 2/4 52.5/69.5 55.5/65.2 0/5 2/6 -5 -2 -4 0/0
6. Þór Ak. 7 2 5 4 383/469 54.7/67.0 2/2 0/3 55.0/55.3 54.3/82.7 2/3 2/5 -1<

Fréttir
- Auglýsing -