Njarðvíkingar urðu í kvöld fyrstir liða til þess að leggja topplið Tindastóls að velli í Bónusdeild karla.
Hörkuslagur í IceMar Höllinni þar sem Njarðvíkingar leiddu allan leikinn og gerðu vel að halda toppliðinu fjarri. Lokatölur 98-90 Njarðvík í vil sem voru með 50% þriggja stiga nýtingu í kvöld.
Karfan spjallaði við Arnar Guðjónsson þjálfara Tindastóls eftir leik í IceMar höllinni.



