spot_img
HomeFréttirNjarðvík burstaði Skallagrím í æfingaleik

Njarðvík burstaði Skallagrím í æfingaleik

d
Sævar Sævarsson stigahæstur í gærkvöldi
Valur Ingimundarson fór með lið sitt á kunnulegar slóðir í gær þegar lið Njarðvíkur mætti  Skallagrím í æfingaleik. Skemmst frá því að segja þá sigruðu Njarðvíkingar með 45 stigum eða 103-58. Stigahæstur Njarðvíkinga var Sævar Sævarsson sem setti  niður 20 stig og næstur honum var Magnús Þór Gunnarsson með 17. Logi Gunnarsson lék sinn fyrsta leik með Njarðvíkingum eftir langa veru erlendis í atvinnumennskunni. Logi fór hægt um sig setti niður 11 stig.  Fátt var um fína drætti hjá heimamönnum og stigaskor frá þeirra röðum hefur enn ekki ratað á netið.

Fréttir
- Auglýsing -