Oddur Ólafsson átti virkilega góðan kafla fyrir Þór/Hamar í byrjun annars leikhluta og kom þeim yfir í fyrsta skiptið í langan tíma í stöðunni 30-31. Þór/Hamar hafði þá skorað 8 stig gegn 1 stigi Njarðvíkur á tveimur mínútum. Það var lítið sem ekkert sem skildi liðin að næstu mínútur, bæði lið spiluðu hraðan bolta, keyrðu fram við hvert tækifæri og ef annað liðið setti þrist svaraði hitt liðið um hæl. Þorsteinnn Már Ragnarsson var að spila feiki vel fyrir Þór/Hamar, hann sótti á körfuna við hvert tækifæri og uppskar hverja villuna á fætur annari. Það voru hins vegar Njarðvíkingar sem leiddu þegar gengið var til hálfleiks, 47-46.
Stigahæstur í liði Njarðvíkinga var Ágúst Orrason með 13 stig, Ólafur Helgi Jónsson með 11 stig 9 fráköst og og Elvar Már Friðriksson með 10 og 7 stoðsendingar. Hjá Þór/Hamar var Þorsteinn Már Ragnarsson stigahæstur með 15 stig, Oddur Ólafsson hafði skorað 13 stig en Emil Karel Einarsson kom þeim næstur með 7 stig og 8 fráköst .
Það voru Njarðvíkingar sem mættu mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu 7 stig leikhlutans, 54-46 þegar þrjár mínútur voru liðnar. Benedikt Guðmundsson tók leikhlé fyrir Þór/Hamar stuttu seinna en þá var forskot Njarðvíkur komið upp í 11 stig, 59-48, og 5:48 eftir á klukkunni. Hvorugt liðið skoraði næstu þrjár mínúturnar sem var þvert á gang leiksins sem hafði verið mjög hraður og opinn fram að því. Bæði lið höfðu þá tekið stórt skref fram á við í varnarleiknum en Njarðvíkingum tókst algjörlega að loka á Þór/Hamar sem skoraði ekki stig í rúmar 6 mínútur. Forskot Njarðvíkur var því komið upp í 15 stig þegar einn leikhluti var eftir, 63-48.
Fyrstu stig Þórs í fjórða leikhluta komu svo eftir eina og hálfa mínútu þannig að stigalausi kaflinn þeirra taldi nánast heilan leikhluta, eða tæpar 8 mínútur, 67-50. Þór/Hamar var þó fjarri lagi búnir að gefast upp, þeir létu til sín taka og voru búnir að minnka forskotið aftur niður í 10 stig þegar fjórði leikhluti var rétt rúmlega hálfnaður, 71-61. Emil Karel Einarsson lét þar mikið fyrir sér fara og barðist fyrir hverjum bolta. Benedikt Guðmundsson tók leikhlé þegar þrjár og hálf mínúta var eftir en Njarðvík hafði þá bætt tveimur stigum við forskotið, 73-61. Það voru hins vegar Njarðvíkingar sem reyndust sterkari á lokakaflanum en þeir juku muninn enn meira þegar leið að leikslokum og leyfðu sér að skipta lykilmönnum útaf þegar ein og hálf mínúta var eftir en þá var forskot þeirra komið aftur upp í 17 stig, 84-67. Leikurinn endaði svo með 18 stiga sigri Njarðvíkur, 87-69, sem fögnuði innilega í leikslok.
Stigahæstur í liði Njarðvíkur var Ágúst Orrason með 24 stig og 17 fráköst en næstu menn voru Elvar Már Friðriksson með 21 stig og 12 stoðsendingar og Ólafur Helgi Jónsson með 18 stig og 12 fráköst. Í liði Þórs/Hamars var Þorsteinn Már Ragnarsson stigahæstur með 21 stig og 11 fráköst en næstu menn voru Emil Karel Einarsson með 20 stig og 15 fráköst og Oddur Ólafsson með 17 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar.
Maður leiksins var valinn Ágúst Orrason sem átti stórleik, skoraði 24 stig, hirti 17 fráköst og gaf 2 stoðsendingar sem gaf honum heil 40 framlagsstig samkvæmt tölfræði KKÍ. Virkilega vel gert Ágúst.
Karfan.is óskar Njarðvíkingum innilega til hamingju með bikarmeistaratitilinn !!
Tölfræði leiksins má nálgast hér
umfjöllun : [email protected]
mynd: [email protected]