spot_img
HomeFréttirNjarðvík átti aldrei séns gegn toppliðinu

Njarðvík átti aldrei séns gegn toppliðinu

 Njarðvík og Snæfell mættust í dominosdeild kvenna í kvöld og skemmst frá því að segja þá gjörsigruðu gestirnir úr Hólminum gestgjafa sína 59:94.  Strax í hálfleik voru Snæfell komnar í 23:48 og óhætt að segja að þarna hafi úrslitin verið ráðin. 
 Snæfelsstúlkur hóf strax á fyrstu mínútu leikinn af fullum krafti og voru komnar í 4:14 eftir 5 mínútna leik.  Snæfell hélt áfram að þjarma að Njarðvík og leikhlutinn endaði 8:25 og sóknarleikur heimaliðsins gersamlega í molum og hittni eftir því.  Sem fyrr segir voru Snæfell ekkert að slaka á klónni í öðrum leikhluta þó að Njarðvíkurstúlkur hafi náð örlítið að laga sinn leik frá þeim fyrsta enda lítið annað hægt eftir skelfingar byrjun þeirra.  
 
En það voru gestirnir sem réðu lögum og lofum fram að hálfleik og sá seinni hófst eins og sá fyrri hafði byrjað. Snæfell hélt áfram að auka muninn og ekkert benti til þess að Njarðvíkurstúlkur ætluðu sér nokkuð þetta kvöldið.  Siðasti leikhluti var líkt og í slíkum leikjum aðeins formsatriði að klára. Allar í liði Snæfell fengu að spreyta sig og það var helst þar sem að leikurinn jafnaðist og Njarðvíkurstúlkur náðu aðeins að laga sinn hlut en leiknum var löngu lokið. 
 
“Við áttum aldrei séns í þessum leik frá fyrstu mínútu.  Snæfell er skráð með 12 sóknarfráköst í þessum leik en líkast til var það nær 30. Hausinn hjá mínúm stúlkum var rekki rétt stemmdur að þessum sinni. Eins og við spiluðum nú vel í síðasta leik gegn KR þá fannst mér hreinlega allt annað lið mætt til leiks í kvöld. Hugsanlega vantaði bara trú á því að við gætum unnið toppliðið ég er ekki viss. En það verður ekki tekið af Snæfell að þær léku vel og  eru eins og staðan í dag með lang besta liðið. Nú þurfum við að laga okkar leik og þá sérstaklega eftir kvöldið að kíkja yfir fráköstin og varnarleikinn.” sagði Agnar Mar Gunnarsson eftir leik. 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -