spot_img
HomeFréttirNjarðvík áfram í Poweraid-bikar

Njarðvík áfram í Poweraid-bikar

Njarðvíkingar fóru nokkuð létt með lið Fjölnismanna í kvöld í 1. Umferð Poweraid bikarsins. 81-66 voru lokatölur leiksins þar sem að Njarðvíkingar sem fyrr segir áttu ekki í töluverðu basli með gesti sína sem þó á köflum sýndu fína takta. 
Þrátt fyrir þennan stór sigur heimamanna í Ljónagryfjunni þá mátti sjá að leikur þeirra er enn ryðgaður og á eflaust eftir að slípast betur fyrir átökin sem koma í vetur. Fjölnismenn sem spila á ungu liði skorti hinsvegar styrk og reynslu í Njarðvíkinga í kvöld. Friðrik Stefánsson var stigahæstur Njarðvíkinga með 19 stig og ógrynni af fráköstum, en annars skiptist stigaskorun hæfilega vel á milli allra leikmanna.

 
Hjá Fjölnismönnum var það Zachary Johnson sem var þeirra stigahæstur með 19 stig aðrir minna. Tveir ungir leikmenn þeirra Fjölnismanna sýndu skemmtilega takta í kvöld og verður vert að fylgjast með þeim í vetur en það eru þeir Ægir Þór Steinarsson og Tómas H Tómasson.
 
Njarðvíkingar munu því mæta grönnum sínum úr Keflavík í næstu umferð bikarsins á Sunnudag í Toyotahöllinni kl 19:15.
 
Fréttir
- Auglýsing -