spot_img
HomeBikarkeppniNjarðvík áfram í 16 liða úrslitin eftir sigur á Egilsstöðum

Njarðvík áfram í 16 liða úrslitin eftir sigur á Egilsstöðum

Höttur tók á móti Njarðvík í VHE- höllinni á Egilsstöðum í Geysisbikarnum. Gengi þessara liða það sem af er hausti verið ólíkt, Höttur situr í 4. sæti í 1.deild með 3 sigra og 1 tap meðan að Njarðvik situr í 10. sæti í Dominos með 1 sigur og 4 töp. Það skipti hins vegar litlu í bikarkeppninni þar sem allt getur gerst.

  1. leikhluti

Liðin skiptast á að setja upp finar sóknir, spila agaðan sóknarleik og lítið um tapaða bolta. Um miðjan leikhlutan er staðan 12 -7  og Marcus treður látum og Hattarmenn ákveðnir í sínum aðgerðum. bæði lið spila fast og allt stefndi í að það yrðu margar villur dæmdar í kvöld. Nokkuð jafnt og spennandi og staðan eftir fyrsta 14-17

2. leikhluti


Brynjar Grétars byrjaði 2 leikhluta með 3 lengst utan af velli og Hattarmenn gefa ekekrt eftir. Eysteinn var duglegur að keyra á vörninaog Njarðvíkur menn jafnvel farnir að þrefalda á hann. Jafnt var a flestum tölum og liðin skiptast á þristum. Undir lok leikhlutans í stöðunni 29-35 fær Matej Karlovic leikmaður Hattar dæmda á sig U villu og gefur Njarðvik tækifæri á að komast í allt að 10 stiga forskot rétt fyrir hálfleik.

Hálfleikstölur 29-39

3 Leikhluti

Njarðvikingar voru alltaf einu skrefi á undan og þegar Hattar menn náði aðeins á saxa á forskotið voru Njarðvíkingar yfirleitt fljótir að svara.32-41 41-49  (5 min) Segja má að þetta hafi verið þrista leikhluti. Höttur nýttu   2/6 meðan Njarðvík setti 5/7  og breikkuðu bilið.

4. leikhluti

Munurinn 15 stig en baráttan í algleymingi í stöðunni 48-64 tók Eysteinn sig til með magnað einstaklingsframtak og setti næstu 8 stig heimamanna. fyrst layup og víti, stal boltanum í næstu sókn og setti aftur layup og víti. Logi Gunnar setti þrist og Eysteinn prjónaði sig í gegn og setti enn eitt layup’ið.
56-67 og sóknarleikur nja aðeins að hiksta. Marcus með tvö slök skot og Njarðvikingar ganga á lagið. Logi setti þrist  lengst utan af velli bilið orðið ansi mikið.
56-74  4 min eftir tekur Höttur leikhlé. Aftur var það einstaklingsframtak í þetta skiptið frá Matej.
Þristur og  svo stolin bolti beint í  layup strax í næstu sókn 64-77 og um 2 mínutur eftir.

Reynslan hjá gestunum skein í gegn og  Njarðvík spilaði langar sóknir i lok leiks. 67-79 og Höttur pressar stift og alls ekkert á þvi að gefast upp. En allt kom fyrir ekki.


Lokatölur 68-81 

Kjarninn


Njarðvíkingar náðu að nýta breiddina og alls voru 8 menn með 20 mínutur eða meira. Segja má að það sem skildi á milli í kvöld hafi verið 3 stiga skotin.  Bæði lið gerðu fá mistök og nýtingin hjá gestunum það sem skilað þeim sigri.Höttur 8/18 44%Njarðvík 15/27 og 56% nýting

Hattarmenn voru ekkert á þvi að gefast upp og gaman að sjá mikla baráttu og flotta vörn.Eysteinn Ævarsson var drjúgur bæði vörn og sókn og sótti til að mynda 7 villur.Matej Karlovic var stighæstur heimamann með 25 stig og 5/7 í þristum.


Hjá Narðvík var Kyle steven Williams með 17 stig og 8 fráköst og Jón Arnór Sverrisson var með 11 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar og stýrði leik sinna manni vel.


Dómarar leiksins 
Voru þeir Leifur S. Garðarsson og afmælisbarn dagsins Davíð Kristján Hreiðarson.  Þeir áttu mjög góðan leik.


Margir jákvæðir punktar fyrir bæði lið að byggja á í  deildarkeppninni enn ljóst að Njarðvík heldur áfram í 16 liða úrslit Geysisbikarsins og Höttur er úr leik þetta árið.

Tölfræði leiksins

Umfjöllun / Pétur Guðmundsson

Fréttir
- Auglýsing -