09:11:39
Boston Celtics unnu í nótt sinn níunda sigur í röð í NBA deidinni þegar þeir lögðu Sacramento Kings að velli. Þetta var einnig sjöunda tap Sacramento í röð, en þeir sitja nú á botni Vesturdeildarinnar, rétt fyrir neðan LA Clippers.
Þó sigur Boston hafi verið allt annað en óvæntur kom frammistaða kvöldsins úr óvæntri átt, en Eddie House var stigahæstur með 28 stig, þar af 8 þriggja stiga körfur. Sacramento byrjuðu leikinn að vísu með miklum krafti, en meistararnir sneru taflinu við í öðrum leikhluta og litu aldrei til baka eftir það.
Toronto unnu New Jersey, en þetta var þriðji sigur þeirra í röð og virðast þeir vera að rétta úr kútnum. Leikurinn var afar spennandi og gat Devin Harris stolið sigrinum, en skot hans á lokasekúndunni hrökk af hringnum.
New Orleans Hornets lögðu Denver Nuggets í toppslag í Vesturdeildinni. Peja Stojakovic var maður leiksins með 26 stig, en Kenyon Martin var með 22 stig fyrir Denver.
Oklahoma Thunder komust upp úr kjallarasætinu í NBA með sigri á Memphis Grizzlies, sem hafa átt í sínum eigin vandræðum í vetur. Oklahoma virtist ætla að sigra örugglega, en Grizzlies komu sterkir inn á lokakaflanum og knúðu fram framlengingu. Þar voru Kevin Durant, sem skoraði 35 stig, og félagar sterkari og fögnuðu góðum sigri.
Þá má geta þess að Portland lagði Charlotte Bobcats sem léku án Gerald Wallace en hann verður frá vegna meiðsla í einhvern tíma eftir viðskipti sín við Andrew Bynum í sigri sinna manna á LA Lakers. LaMarcus Aldridge fór fyrir Portland með 25 stig, en Greg Oden hefur verið að finna sig æ betur að aundanförnu og var með 14 stig og 14 fráköst í nótt.
Úrslit næturinnar hér að neðan…
Milwaukee 99
Indiana 107
Sacramento 100
Boston 119
Washington 71
Miami 93
Toronto 107
New Jersey 106
Atlanta 104
New York 112
Denver 81
New Orleans 94
Memphis 102
Oklahoma City 114
Detroit 98
Minnesota 89
Philadelphia 95
Houston 93
Golden State 93
Dallas 117
Charlotte 74
Portland 88
Chicago 95
LA Clippers 75
ÞJ



