spot_img
HomeFréttirNíundi Dallassigurinn í röð

Níundi Dallassigurinn í röð

 
Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Dallas Mavericks héldu sigurgöngunni áfram en með naumindum þó þegar níundi deildarsigurinn í röð datt í hús. Dallas eiga í augnablikinu lengstu yfirstandandi sigurgönguna í deildinni og lögðu Sacramento 103-105 á útivelli í nótt. Dirk Nowitzski gerði 25 stig, tók 5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í liði Dallas. Tyreke Evans var stigahæstur í liði Sacramento með 25 stig og 8 stoðsendingar. 
Hlutirnir eru ekki að ganga upp hjá Sacramento þessi misserin þar sem liðið tapaði sínum sjöunda deildarleik í röð og brenndu af tveimur vítaskotum sem hefðu getað jafnað leikinn þegar 11 sekúndur voru til leiksloka.
 
Önnur úrslit næturinnar:
 
Miami 89-77 Atlanta
Philadelphia 109-91 Charlotte
Chicago 119-116 Houston
Minnesota 129-95 Cleveland
Milwaukee 96-85 Orlando
 
Ljósmynd/ Dirk og félagar í Dalls eru á góðu róli með níu deildarsigra í röð.
 
Fréttir
- Auglýsing -