spot_img
HomeFréttirNíunda einvígi KR og Keflavíkur í úrslitakeppninni

Níunda einvígi KR og Keflavíkur í úrslitakeppninni

Undanúrslitaeinvígi KR og Keflavíkur í Domino´s-deild karla hefst í kvöld kl. 19:15 þegar liðin mætast í sínum fyrsta leik í DHL-Höllinni í vesturbænum. Þessi tvö félög eiga sér langa sögu í úrslitakeppninni en einvígið þeirra í kvöld verður það níunda í röðinni frá upphafi úrslitakeppninnar.

Það ber ekki mikið í milli þar sem Keflavík hefur unnið 13 af þessum leikjum en KR 14. Sé litið til deildarkeppninnar á þessu tímabili þá vann KR fyrri deildarleikinn 80-106 úti í Keflavík og Íslands- og bikarmeistararnir höfðu svo nauman 82-80 sigur í síðari deildarviðureign liðanna í DHL-Höllinni.

Liðin mættust síðast í úrslitakeppninni í undanúrslitum árið 2011 þar sem KR hafði 3-2 sigur og varð síðar Íslandsmeistari. Af þeim átta skiptum sem liðin hafa mæst í úrslitakeppni hefur annað hvort liðið alls sex sinnum orðið Íslandsmeistari eða bæði lið samtals þrisvar sinnum.

Viðureignir KR og Keflavíkur í úrslitakeppni úrvalsdeildar karla:

2011: KR 3-2 Keflavík (undanúrslit) – KR Íslandsmeistari
2009: KR 3-0 Keflavík (undanúrslit) – KR Íslandsmeistari
1997: Keflavík 3-1 KR (undanúrslit) – Keflavík Íslandsmeistari
1996: Keflavík 2-1 KR (8-liða úrslit) – Grindavík Íslandsmeistari
1992: Keflavík 2-1 KR (undanúrslit) – Keflavík Íslandsmeistari
1991: Keflavík 2-1 KR (undanúrslit) – Njarðvík Íslandsmeistari
1990: KR 3-0 Keflavík (úrslit) – KR Íslandsmeistari
1989: Keflavík 2-1 KR (úrslit) – Keflavík Íslandsmeistari

Sigrar Keflavík: 13
Sigrar KR: 14

Fréttir
- Auglýsing -