spot_img
HomeFréttirNíu stiga tap í Istanbúl

Níu stiga tap í Istanbúl

Undir 16 ára stúlknalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Istanbúl í Tyrklandi.

Í dag mátti liðið þola 9 stiga tap gegn Austurríki, 63-72.

Stigahæst fyrir Ísland í leiknum var Sigrún Sól Brjánsdóttir með 24 stig. Henni næstar voru Berglind Katla Hlynsdóttir með 16 stig og Arna Rún Eyþórsdóttir með 10 stig.

Tölfræði leiks

Næsti leikur liðsins er í umspili um 9. til 16. sæti mótsins. Ekki er ljóst hver mótherji Íslands verður, en fyrsti leikur umspilsins er komandi miðvikudag 27. ágúst.

Upptaka af leiknum

Fréttir
- Auglýsing -