spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaNíu stiga sigur gegn Ludwigsburg

Níu stiga sigur gegn Ludwigsburg

Martin Hermannsson og Alba Berlin lögðu Ludwigsburg í dag í þýsku úrvalsdeildinni, 100-91.

Martin lék um 30 mínútur í leiknum og skilaði 9 stigum, frákasti og 2 stoðsendingum.

Sem áður er Alba Berlin í þriðja sæti deildarinnar, en þeir eru þremur sigurleikjum fyrir neðan Chemnitz Niners og Bayern Munich sem eru í fyrsta og öðru sætinu.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -