spot_img
HomeFréttirNíu mögulegir arftakar Finns hjá KR

Níu mögulegir arftakar Finns hjá KR

Íslandsmeistarar síðustu fimm ára, KR eru nú í leit af nýjum þjálfara eftir að Finnur Freyr Stefánsson ákvað að láta gott heita í bili með liðið. Þetta sigursæla lið stendur því á nokkrum tímamótum enda Finnur þjálfað liðið síðustu fimm ár og lyft titlinum á hverju einasta ári. 

 

Nokkrar breytingar eru fyrirsjáanlegar hjá KR en Brynjar Þór Björnsson hefur samið við lið Tindastóls og Darri Hilmarsson er í pásu frá körfubolta. Liðið talaði um að þetta væri endalok hjá þessum kjarna leikmanna en óljóst er hvort fleiri leikmenn yfirgefi liðið eða taki slaginn á ný. Ljóst er að nýr þjálfari gæti þurft að fara í nokkra endurnýjun á liðinu. 

 

Karfan.is tók saman nokkra mislíklega þjálfarakosti fyrir KR til gamans.

 

Listann má sjá hér að neðan:

 

 

Darri Freyr Atlason

 

Young Pat Riley gerði frábæra hluti með meistaraflokk Vals á síðustu leiktíð og komst alla leið í úrslitaeinvígið á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálari í efstu deild. Er uppalinn hjá KR og hefur þjálfað meistaraflokk kvenna hjá KR. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Darri sýnt að hann er frábær þjálfari. Hefur sagt að Finnur Freyr hafi kennt sér mikið svo KR fengi svipaðann hugsunarhátt með Darra. 

 

 

Ingi Þór Steinþórsson

 

Eftir níu ára veru í Stykkishólmi gæti KR hjartað tekið auka kipp hjá Inga Þór þessa dagana. Hann tók við Snæfell í maí 2009 og gerði meistaraflokk kvenna meðal annars Íslandsmeistarum þrjú ár í röð ásamt því að lyfta titlinum einu sinni með meistaraflokk karla. Uppalinn hjá KR og þjálfað þar áður í langan tíma. Þekkir vel til sem gæti reynst mikilvægt í þeirri endurnýjun sem KR gæti verið að ganga í gegnum núna. 

Heimildir Karfan.is herma að það sé blautur draumur KRinga að fá Inga Þór aftur heim í DHL-Höllina. 

 

 

Benedikt Guðmundsson

 

Núverandi þjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR. Innanbúðarmaður sem hefur alltaf náð árangri hvert sem hann fer. Þjálfaði KR síðast 2009 er liðið varð meistari. Hefur áður m.a. þjálfað Þór Þ og Þór Ak þar sem hann hefur byggt upp lið en svipuð staða er komin í DHL-Höllinni. 

 

 

Hrafn Kristjánsson

 

Enn einn KRingurinn sem er líklegur til að taka við liðinu. Þjálfað lið Stjörnunnar síðustu fjögur tímabil með fínum árangri. Þar lyfti hann m.a. bikarmeistaratitlinum eftir úrslitaleik gegn KR. Stjórnaði liði KR árið 2011 er liðið varð Íslandsmeistari og hefur því góða tengingu við liðið. 

 

 

Teitur Örlygsson

 

Njarðvíkingurinn hefur ekki verið aðalþjálfari síðan 2014 er hann stýrði Stjörnunni. Hefur þjálfað Njarðvík einnig og var síðast aðstoðarþjálfari Friðriks Inga með liðið 2016. Veit hvað þarf til að vinna og hefur unnið ófáa titlana. Gæti verið gott fyrir KR að fá utanaðkomandi þjálfara líkt og Teit til að koma með ferskt blóð inní félagið. 

 

 

Sigurður Ingimundarson

 

Kannski ekki líklegasta nafnið á listanum en Sigurður Ingimundarson er ásamt Finni Frey sigursælasti þjálfari úrvalsdeildarinnar með fimm titla. Gæti kitlað að taka við sigursælu liði og halda í sigurhefðina í KR. Siggi hefur ekki þjálfað síðan 2015 en það þarf væntanlega mikið til að hann taki þjálfaratöfluna af hillunni aftur. 

 

 

Hjalti Þór Vilhjálmsson

 

Hjalti er nýbúinn að skrifa undir samning hjá KR að taka við þjálfun drengja- og unglingaflokks félagsins ásamt því að verða aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla á næstu leiktíð. Hann hefur þjálfað lið Fjölnis þar sem hann er uppalinn en fyrir síðasta tímabil tók hann við liðið Þór Ak. Þar gerði Hjalti flotta hluti með ungt lið Akureyringa. Ljóst að Hjalti verður í kringum liðið á næstu leiktíð og því nokkuð auðveldur kostur fyrir liðið. 

 

 

Ingvar Þór Guðjónsson

 

Eftir að hafa lyft Íslandsmeistaratitlinum með Haukum ákvað Ingvar að láta af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna og hleypa öðrum að. Ingvar gæti því reynst fýsilegur kostur eftir að hafa gert frábæra hluti hjá Haukum síðustu ár. Er ekki innanbúðarmaður hjá KR og gæti komið með nýjar hugmyndir í félagið. 

 

 

Justin Shouse

 

Óvænt nafn á listanum. Hefur lagt skónna á hilluna og hefur þjálfað hjá Stjörnunni. Shouse var aðstoðarþjálfari Hrafns á síðustu leiktíð en samkvæmt heimildum Karfan.is verður hann ekki í þjálfarateymi Stjörnunnar á næstu leiktíð. Shouse er keppnismaður mikill og gæti klárlega smitað það út í leikmannahópinn. 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -