spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaNíu leikmenn framlengja við Ármann

Níu leikmenn framlengja við Ármann

Ármann framlengdi á dögunum samninga við níu leikmenn sína fyrir næsta tímabil. Allar léku þær með liðinu á síðustu leiktíð og staðfesta þar með að þær verði áfram með liðinu á komandi leiktíð. Þetta var tilkynnt á Instagram síðu félagsins í dag

Leikmennirnir eru eftirfarandi:  Margrét Hlín Harðardóttir, Vilborg Óttarsdóttir, Elísabet M. Maybock Helgadótttir, Tanya Carter Kristmundsdóttir, Ingunn Erla Bjarnadóttir, Sólveig Jónsdóttir,  Anna Lóa Óskardóttir, Elfa Falsdóttir og Þóra Birna Ingvarsdóttir skrifuðu undir samning í Laugardalshöllinni í gær. 

(Á myndina vantar Elísabetu, Tönyu og Sólveigu)

Í tilkynningu Ármanns segir:

Það er okkur gríðarleg ánægja að tilkynna að liðið hefur samið við alla þessa öflugu leikmenn um að leika með liðinu áfram á næstu leiktíð. Liðið endaði síðasta tímabil á góðum nótum og ætlar að byggja ofan á þann árangur. Nánari frengir af leikmannamálum eru væntanlegar.

Liðið ætlar sér stóra hluti á næstu leiktíð og verður spennandi að fylgast með þessu spennandi liði. 

Fréttir
- Auglýsing -