spot_img
HomeFréttirNíu leikir – ein skrímslatroðsla: Griffin skellti Perkins á plakat

Níu leikir – ein skrímslatroðsla: Griffin skellti Perkins á plakat

Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt en það er aðeins einn hlutur sem kemst að hjá fólki og það er troðslan hans Blake Griffin! Mögulega er troðsla tímabilsins dottin í hús en fórnarlambið var Kendrik Perkins.
LA Clippers tóku á móti Oklahoma City Thunder í Staples Center og höfðu betur 112-100. Blake Griffin átti mögulega tilþrif tímabilsins þegar hann tróð með látum yfir Kendrik Perkins.
 
Chris Paul var stigahæstur í liði Clippers með myndarlega tvennu, 26 stig og 14 stoðsendingar og þá var Blake Griffin með 22 stig og 7 fráköst. Hjá Oklahoma var Kevin Durant með 36 stig og 13 fráköst.
 
Önnur úrslit næturinnar
 
Philadelphia 74-69 Orlando
Washington 88-98 Chicago
Miami 109-95 New Orleans
Milwaukee 103-82 Detroit
Memphis 73-83 San Antonio
Houston 108-120 Minnesota
Utah 93-89 Portland
Phoenix 99-122 Dallas
 
Fréttir
- Auglýsing -