Landsliðshópur Íslands var kynntur í morgun vegna tveggja síðustu leikjanna í undankeppni EM fyrir EuroBasket 2017. Þegar betur er að gáð sést að Keflvíkingar eiga hlut í vel flestum leikmönnum liðsins.
Alls 10 af 15 leikmönnum hópsins eru á mála hjá eða hafa verið á mála hjá Keflavík! Þeir leikmenn sem ekki eru eða hafa verið hjá Keflavík eru:
Berglind Gunnarsdóttir – Snæfell
Elín Sóley Hrafnkelsdóttir – Valur
Gunnhildur Gunnarsdóttir – Snæfell
Ragna Margrét Brynjarsdóttir – Stjarnan
Ragnheiður Benónísdóttir – Skallagrímur
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – Skallagrímur
Hér að neðan má svo sjá allan landsliðshópinn og svo hópinn sem er hjá Keflavík eða hefur verið hjá Keflavík. Þetta er ansi rausnarlegt framlag frá einum klúbbi til A-landsliðsins svo ekki sé nú meira sagt. Í raun alveg sturluð staðreynd.
Landsliðshópurinn
Berglind Gunnarsdóttir – Snæfell
Birna Valgerður Benónýsdóttir – Keflavík
Elín Sóley Hrafnkelsdóttir – Valur
Emelía Ósk Gunnarsdóttir – Keflavík
Gunnhildur Gunnarsdóttir – Snæfell
Hallveig Jónsdóttir – Valur
Ingibjörg Jakobsdóttir – Grindavík
Ingunn Embla Kristínardóttir – Grindavík
Pálína María Gunnlaugsdóttir – Snæfell
Ragna Margrét Brynjarsdóttir – Stjarnan
Ragnheiður Benónísdóttir – Skallagrímur
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir – Keflavík
Sandra Lind Þrastardóttir – Horsholms 79’ers, Danmörku
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – Skallagrímur
Thelma Dís Ágústsdóttir – Keflavík
Landsliðshópurinn sem skipaður er leikmönnum úr Keflavík eða sem hafa verið á mála hjá Keflavík
Birna Valgerður Benónýsdóttir – Keflavík
Emelía Ósk Gunnarsdóttir – Keflavík
Hallveig Jónsdóttir – Valur
Ingibjörg Jakobsdóttir – Grindavík
Ingunn Embla Kristínardóttir – Grindavík
Pálína María Gunnlaugsdóttir – Snæfell
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir – Keflavík
Sandra Lind Þrastardóttir – Horsholms 79’ers, Danmörku
Thelma Dís Ágústsdóttir – Keflavík
Mynd/ [email protected] – Miðherjinn efnilegi Birna Valgerður í leik með Keflavík gegn Grindavík í Domino´s-deild kvenna.



