spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaNítján stiga sigur Ármanns í nýliðaslag í Laugardalshöllinni

Nítján stiga sigur Ármanns í nýliðaslag í Laugardalshöllinni

Ármenningar lögðu ÍA í slag nýliða í lokaleik fyrri umferðar Bónus deildar karla í Laugardalshöll í kvöld, 102-83.

Eftir leikinn er Ármann í 12. sæti deildarinnar með 4 stig á meðan ÍA er í 10. sætinu með 6 stig.

Heimamenn í Ármanni leiddu leik kvöldsins frá byrjun til enda. Voru 12 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta og 18 stigum þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik.

Gestirnir af Akranesi ná aðeins áttum í upphafi seinni hálfleiksins, en ná þó ekkert að vinna á forskoti heimamanna sem leiða enn með 17 fyrir lokaleikhlutann. Í þeim fjórða sigla heimamenn svo nokkuð lygnan sjó, fara mest með forystu sína í tæp 30 stig en vinna að lokum með 19, 102-83.

Stigahæstir fyrir Ármann í kvöld voru Ingvi Þór Guðmundsson og Daniel Love með 24 stig.

Fyrir ÍA var stigahæstir Ilija Dokovic og Styrmir Jónasson með 22 stig hvor.

Tölfræði leiks

Ármann: Ingvi Þór Guðmundsson 24, Daniel Love 24/8 fráköst/5 stoðsendingar, Bragi Guðmundsson 19/7 fráköst, Marek Dolezaj 14/11 fráköst, Vonterius Montreal Woolbright 8/5 fráköst, Zarko Jukic 7/7 fráköst, Alfonso Birgir Gomez Söruson 3, Valur Kári Eiðsson 3, Arnaldur Grímsson 0, Kári Kaldal 0, Jakob Leifur Kristbjarnarson 0.


ÍA: Ilija Dokovic 22, Styrmir Jónasson 22, Kristófer Már Gíslason 17/7 fráköst, Dibaji Walker 8/7 fráköst, Josip Barnjak 7, Lucien Thomas Christofis 5, Aron Elvar Dagsson 2/4 fráköst, Marinó Ísak Dagsson 0, Jóel Duranona 0, Daði Már Alfreðsson 0, Hjörtur Hrafnsson 0, Júlíus Duranona 0.

Fréttir
- Auglýsing -