spot_img
HomeFréttirNikola Tutus til KR

Nikola Tutus til KR

{mosimage}

KR hefur gert eins árs samning við serbneska leikmanninn Nikola Tutus og mun hann leika með meistaraflokki karla á komandi keppnistímabili. Benedikt Guðmundsson sá leikmanninn spila í vor og telur að hann eigi eftir að falla vel að leik liðsins. www.kr.is/karfa greinir frá.

Nikola er 21. árs gamall, 202 sentimetrar á hæð og getur spilað stöðu 3, 4 og 5 á vellinum (framherja og miðherjastöðurnar). Benedikt Guðmundsson segist ánægður með nýja leikmanninn. „Þetta er liðlega tvítugur strákur sem ég sá í Serbíu þegar ég var þar í apríl. Ég hitti hann og hann varð strax áhugasamur að koma og var því frekar auðvelt að ganga frá þessu við hann. Hann spilaði með liði sem var í botnbaráttu í serbnesku deildinni og var ekki í stóru hlutverki. Ég er viss um að hann eigi eftir að nýtast okkur KR-ingum vel í vetur og hentar hann okkar deild mun betur en t.d. Bogavac, sérstaklega þeim leikstíl sem ég vil spila. Tutus hleypur völlinn mjög vel og leggur mikinn metnað í vörnina. Hann er liðsspilari fram í fingurgóma og á eftir að falla vel inn í liðið. Ég er líka viss um að hann eigi eftir að vinna á þar sem hann er mjög ungur að árum og hefur mikinn „potential“ sem leikmaður,“ sagði Benedikt í stuttu spjalli á www.kr.is/karfa

Frétt af heimasíðu KR

 

Fréttir
- Auglýsing -