spot_img
HomeFréttirNike Air Yeezy 2 "Red Octobers" seljast upp á 10 mín

Nike Air Yeezy 2 “Red Octobers” seljast upp á 10 mín

Nike fengu Kanye West til að hanna aðra útgáfu af vinsælu Air Yeezy skónum sem gerðu allt vitlaust fyrir nokkrum árum. Mikil eftirvænting hefur ríkt hjá skóhausum (e. sneakerheads) í Bandaríkjunum eftir þessum skóm. Um helgina hóf Nike Store sölu á “Red Octobers” útgáfu þeirra, öllum að óvörum og einungis á vefnum.
 

 
Parið kostaði $245 sem eru rúmlega 28.000 kr. á gengi dagsins. Verð er ekki fyrirstaða þegar kemur að skóhausum sem eltast við skó sem koma út í takmörkuðu upplagi líkt og þessir. 10 mínútum síðar voru þeir uppseldir.
 

 
Eðlilegt?
Fréttir
- Auglýsing -