spot_img
HomeFréttirNíels í Hellinn

Níels í Hellinn

 
Níels Dungal hefur fært sig um set á höfuðborgarsvæðinu, úr Grafarvogi og í Breiðholtið. Kappinn mun leika með ÍR á næstu leiktíð en nýverið undirritaði hann samning þess efnis við ÍR-inga.
,,Mikill styrkur fyrir ÍR að fá Níels í liðið. Hann er frábær körfuboltamaður og góður félagi. Með mikla reynslu og á auðvelt með að leysa nokkrar stöður á vellinum sem er mikill kostur,” sagði Gunnar Sverrisson þjálfari ÍR í samtali við Karfan.is.
 
Níels gerði 4,6 stig, tók 3,1 frákast og gaf 1,4 stoðsendingar að meðaltali í leik með Fjölni á síðasta tímabili.
 
Ljósmynd/ ÍR: Níels og Gunnar Sverrisson þjálfari ÍR við undirritun samningsins.
 
Fréttir
- Auglýsing -