spot_img
HomeFréttirNíels framlengir í Breiðholti

Níels framlengir í Breiðholti

 
Níels Dungal hefur framlengt samning sinn hjá ÍR í Breiðholti en hann er fjölhæfur leikmaður sem styrkir leikmannahóp ÍR mjög mikið. Níels átti myndarlegar rispur með ÍR á síðustu leiktíð og fór ört vaxandi á tímabilinu.
,,Níels kom til félagsins fyrir síðasta tímabil og stóð sig með mikilli prýði. Það er mikið gleðiefni fyrir félagið og þjálfara liðsins að Níels skuli hafa framlengt samning sinn við ÍR,“ sagði Gunnar Sverrisson þjálfari liðsins í snörpu samtali við Karfan.is
 
Mynd/ Gunnar Þór Gunnarsson formaður kkd ÍR ásamt Níelsi Dungal.
Fréttir
- Auglýsing -