spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaNiðurstaða í málum Halldórs Garðars og Mario

Niðurstaða í málum Halldórs Garðars og Mario

Komist hefur verið að niðurstöðu í málum leikmanns Njarðvíkur Mario Matasovic og leikmanns Keflavíkur Halldórs Garðars Hermannssonar, en báðir fengu þeir brott rekstur í leik liðanna í síðustu umferð Subway deildar karla.

Báðir hljóta leikmennirnir áminningu og ekkert bann, en í tilfelli beggja var um að ræða ókyldar óíþróttamannslegar og tæknivillur.

Niðurstöðurnar má lesa hér fyrir neðan, en ásamt þeim Mario og Halldóri Garðari fékk leikmaður Fjölnis Viktor Steffensen einnig áminningu fyrir háttsemi sína í leik gegn Þrótti.

Agamál 38/2023-2024

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Viktor Steffensen, leikmaður Fjölnis, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Fjölnir gegn Þróttur Vogum, sem fram fór þann 25 mars 2024.

Agamál 39/2023-2024

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Mario Matasovic, leikmaður Njarðvíkur, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Keflavíkur gegn Njarðvík, sem fram fór þann 28 mars 2024.

Agamál 40/2023-2024

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Halldór Garðar Hermannsson, leikmaður Keflavíkur, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Keflavíkur gegn Njarðvík, sem fram fór þann 28 mars 2024.

Fréttir
- Auglýsing -