spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaNiðurstaða í máli Adomas Drungilas

Niðurstaða í máli Adomas Drungilas

Niðurstaða er komin í mál Adomas Drungilas leikmanns Tindastóls sem í fyrsta leik úrslita var af einhverjum talinn fara full harkalega í leikmann Vals Kristófer Acox.

Samkvæmt aga- og úrskurðarnefnd er málinu og kæru Vals vísað frá á þeim grundvelli að dómarar leiksins hafi aðhafst í málinu og því verði ekki vikið frá meginreglu 1. ml. 4. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarnefnd um að nefndin sé bundin af ákvörðun dómara leiks.

Úrskurðinn má lésa hér, en Adomas mun því verða tiltækur í kvöld þegar liðin mætast í öðrum leik í Síkinu á Sauðárkróki kl. 19:15.

Fréttir
- Auglýsing -