spot_img
HomeFréttirNiðurröðun Iceland Expressdeildar karla klár

Niðurröðun Iceland Expressdeildar karla klár

15:02
{mosimage}

Niðurröðun Iceland Express deildar karla liggur nú fyrir og hefur verið send á félögin. Deildin fer af stað fimmtudaginn 16. október og hefst með þremur leikjum, en í vetur verður fyrirkomulagið þannig að þrír leikir fara fram á kvöldi. Þetta kemur fram á www.kki.is  

Leikjadagarnir eru þeir sömu og hafa verið undanfarin ár. Annars vegar er leikið fimmtudag/föstudag og hins vegar sunnudag/mánudag. 

Niðurröðun Iceland Express deildar karla 

Á nýja tölfræðivef sambandsins sem er hægt að velja hér að ofan geta menn skoðað allar 22 umferðir deildarinnar. Opnunarleikur Iceland Express deildar karla þetta haustið verður á heimavelli nýliða FSu í Iðu á Selfossi en þeir taka á móti Njarðvíkingum sem hafa verið lengst allra liða deildarinnar í úrvalsdeild til þessa. 

Aðrar deildir eru í vinnsu en við færum fréttir af þeim um leið og þær liggja fyrir.

 

www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -