spot_img
HomeFréttirNick: Ég finn til með Draelon fyrst og fremst

Nick: Ég finn til með Draelon fyrst og fremst

 Nick Bradford var nánast orðlaus þegar Karfan.is hafði samband við pilt nú fyrir skömmu. "Fyrst og fremst er þetta ömurlegt fyrir Draelon og einnig Burton hjá Snæfell sem eru búnir að vera að spila mjög vel og ég finn til með þeim. En þetta er náttúrulega ekkert algerlega búið fyrir Burns, við sjáum til á morgun." sagði Nick Bradford. 
 En hvernig er tilfinningin að vera jafnvel að fara að spila með liðinu sem sló þig út fyrir fáeinum vikum síðan. " Þetta er óneitanlega mjög skrítið allt þar sem ég var fyrir skömmu síðan að reyna að koma mínu liði áfram í þessari keppni.  Ég var í rauninni bara að bíða eftir að fara heim og þá kemur upp þetta tækifæri. Ég er atvinnumaður í körfubolta og ég verð að líta á þetta sem bara nýtt verkefni. Þetta er nú ekki fyrsta skiptið sem ég lendi í því að skipta svona um lið en þetta gerðist líka í Frakklandi hjá mér. En það var allt öðruvísi heldur en hérna því þetta er svo lítið land og hérna þekkast allir og svo náttúrulega að skipta frá Njarðvík í Keflavík, vissulega ekki ákjósanlegasta staðan en eins og ég sagði þá er ég atvinnumaður. " sagði Bradford.  
 
Nick mun fara á sína fyrstu æfingu með Keflavík nú í dag eða eftir ca 20 mínútur. 
Fréttir
- Auglýsing -