spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaNeyðarkall á Akureyri - Liðið dregið úr Dominos deilinni?

Neyðarkall á Akureyri – Liðið dregið úr Dominos deilinni?

Þór Akureyri vann sér inn sæti í Dominos deildinni á síðustu leiktíð er liðið varð Íslandsmeistari í 1. deild karla. Liðið hefur nú samið við fjóra erlenda leikmenn auk þess sem ungur kjarni leikmanna fær tækifæri í deild þeirra bestu.

Nú gæti verið að ekkert verði að endurkomu Akureyringa í deild þeirra bestu. Samkvæmt heimildum Körfunnar stendur til að draga lið meistaraflokks karla úr Dominos deildinni. Ástæðan mun vera áhyggjur aðalstjórnar að fjármagna deildina auk þess sem verkefni deildarinnar falla á fáar hendur.

Velunnarar körfuboltans á Akureyri eru uggandi og um helgina gekk bréf milli manna þar sem sannkallað neyðarkall var sent út. Sagt er að fleiri hendur vanti til að vinna verkin, annars sé óhjákvæmilegt að draga liðið úr keppni.

Saga körfuboltans á Akureyri er öflug og hafa frambærilegir leikmenn komið þaðan síðustu misseri. Sá síðasti sem fór í atvinnumennsku er Tryggvi Snær Hlinason leikmaður Zaragosa á Spáni. Öflugur árangar eru að taka sín fyrstu skref og hafa unnið fyrir þessu sæti sínu í efstu deild. Það yrði því synd að draga liðið úr keppni vegna annara ástæðna.

Í neyðarkallinu sem sent var leitað til Akureyringa að bjóða fram hjálp og var áætlað að hittast í dag. Karfan tekur undir þá áskorun til áhugasamra akureyringa að stíga upp og aðstoða við starfssemina. Það liggur mikið við enda óljóst hver framtíðin verður ef ákveðið verður að draga liðið úr keppni. Með öðrum orðum: koma svo Akureyringar“.

Hér má finna tölvupóstföng hjá aðalstjórn Þórs.

Mynd: Palli Jóh / Thorsport.is

Fréttir
- Auglýsing -