spot_img
HomeFréttirNewberry vann á flautukörfu

Newberry vann á flautukörfu

Flautuþristur Newberry réði úrslitum í nótt þegar liðið mætti Brevard skólanum á útivelli, lokatölur 90-93 Newberry í vil sem unnu þar með sinn annan leik í röð í bandarísku NCAA II. Með sigrinum enn í 4. sæti SAC-riðilsins og nú með 9 sigra og 8 tapleiki.
Það var Quayshaun Hawkins sem reyndist hetja Newberry í leiknum þegar hann tók skot rétt innan við miðju og tryggði Newberry sigurinn. Hawkins var stigahæstur í liði Newberry með 19 stig. Tómas Heiðar Tómasson var kominn á nýjan leik inn í lið Newberry og skoraði 13 stig á 24 mínútum, tók 4 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Ægir Þór Steinarsson bætti við 7 stigum, 7 stoðsendingum og 3 fráköstum á 29 mínútum.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -