spot_img
HomeFréttirNewberry lá úti gegn Lenior-Rhyne

Newberry lá úti gegn Lenior-Rhyne

Ægir Þór Steinarsson komst ekki á blað í síðasta leik Newberry í 2. deild NCAA háskólakörfuboltans. Newberry lá þá á útivelli gegn Lenior-Rhyne en leikurinn var í South Atlantic riðlinum síðastliðinn laugardag.
 
Lenior-Rhyne 91-79 Newberry
Ægir Þór var í byrjunarliðinu en skoraði ekki í leiknum, hann var 0 af 4 í teignum og 0 af 3 í þriggja en tók 1 frákast, gaf 5 stoðsendingar og stal 2 boltum. Quayshun Hawkins sem kom af bekknum var stigahæstur hjá Newberry með 25 stig.
 
Newberry hefur nú unnið 5 leiki og tapað 5 í SAC riðlinum og eru þar í 6. sæti af tíu liðum en með Newberry í riðli er m.a. Catawba skólinn þar sem bræðurnir Helgi og Finnur Magnússynir léku um hríð.
 
Flagler 75-83 Francis Marion
Matthías Orri Sigurðarson kom lítið við sögu í þessum leik sem einnig fór fram síðasta laugardag, hann lék í 8 mínútur og náði ekki að skora en var með eina stoðsendingum. Ante Gospic var stigahæstur hjá Flagler með 19 stig.
 
Flagler leikur í Peach Belt riðlinum í bandarísku háskóladeildinni og situr liðið þar í 5. sæti austurdeildarinnar en sjö lið eru í þeim riðli og alls 14 þegar vesturdeildin er talin með.
  
Fréttir
- Auglýsing -