spot_img
HomeFréttirNewberry fékk skell gegn Wingate

Newberry fékk skell gegn Wingate

Tómas Heiðar Tómasson og Ægir Þór Steinarsson voru báðir með Newberry háskólanum í nótt þegar liðið fékk 96-64 skell gegn Wingate á útivelli í SAC riðli bandarísku NCAA II deildarinnar. Báðir hafa kapparnir þó verið að glíma við smá meiðsli upp á síðkastið.
Fyrir leikinn gegn Wingate sagði Tómas í snörpu spjalli við Karfan.is að þeir ætluðu sér að vera með í leiknum gegn Wingate sem og þeir gerðu. ,,Við erum búnir að spila við tvö bestu liðin í SAC riðlinum og okkur fannst við eiga að geta unnið þau bæði,“ sagði Tómas en það kom stór ósigur í nótt og verður fróðlegt að sjá hvernig liðið svara því.
 
Hvorugur var í byrjunarliðinu en Ægir lék í 23 mínútur og skoraði 5 stig, tók 3 fráköst og gaf eina stoðsendingu. Þá var Tómas með 3 stig og 3 fráköst á 18 mínútum í leiknum.
 
Næsti leikur Newberry er þann 21. janúar gegn Catawba þar sem bræðurnir Finnur og Helgi Magnússynir léku hér á árum áður en Catawba hefur aðeins unnið einn leik í SAC riðlinum til þessa.
 
 
   
Fréttir
- Auglýsing -