spot_img
HomeFréttirNew York Knicks - Úrslitakeppnin í sjónmáli?

New York Knicks – Úrslitakeppnin í sjónmáli?

Þessi upphitun er hluti af spá karfan.is fyrir NBA tímabilið sem hefst 26. október.

 

Áður birt:

15. sæti – Brooklyn Nets

14. sæti – Philadelphia 76ers

13. sæti – Miami Heat

12. sæti – Milwaukee Bucks

11. sæti – Orlando Magic

10. sæti – Charlotte Hornets

9. sæti – Chicago Bulls

 

 

 

 

New York Knicks

 

Heimavöllur: Madison Square Garden

Þjálfari: Jeff Hornacek

 

Helstu komur: Derrick Rose, Joakim Noah, Brandon Jennings.
Helstu brottfarir: Arron Afflalo, Robin Lopez.

 

Jæja, New York, New York. Þetta verður eitthvað. Knicks fóru á free agent markaðinn og sóttu fyrrum leikmenn Chicago Bulls, sem hafa litið misvel út á undanförnum árum. Knicks eru með nýjann þjálfara í Jeff Hornacek og fregnir herma að Phil Jackson muni vera minna með puttana í spilamennsku liðsins, trúi því þegar ég sé það. New York menn hafa ekki verið í úrslitakeppni síðan 2013, nú verður breyting þar á.

 

Helstu styrkleikar liðsins eru byrjunarliðið sem er sterkt, ef við gefum okkur heilsu leikmanna, Carmelo Anthony og Kristaps Porzingis eru mjög effektívir sóknarmenn sem erfitt er að stoppa og vörnin gæti orðið allt önnur en í fyrra ef Noah helst heill. Veikleikarnir eru svo fremur einfaldir og verða súmmaðir upp í orðinu „ef“. Það þarf ótalmargt að ganga upp til þess að þetta lið geri eitthvað af viti og er þeim spáð hér síðasta sætinu í úrslitakeppni austurdeildarinnar. Derrick Rose er aukinheldur að standa í réttarhöldum vegna nauðgunarmáls, það hjálpar liðinu ekki. Og þó, kannski er Brandon Jennings einfaldlega betri í dag?

 

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:

PG – Brandon Jennings
SG – Courtney Lee
SF – Carmelo Anthony
PF – Kristaps Porzingis
C – Joakim Noah

 

Gamlinginn: Vélin sjálf, Sasha Vujacic(32) er í Knicks. Um hann þarf ekki að segja nein orð.
Fylgstu með: Kristaps Porzingis, drengurinn er gríðarlegt efni og verður gaman að fylgjast með ári númer 2.

 

Spá: 41-41 – 8. sæti

Fréttir
- Auglýsing -