spot_img
HomeFréttirNew York Knicks - Komið að Kristaps

New York Knicks – Komið að Kristaps

Þessi spá er hluti af spá Karfan.is fyrir NBA tímabilið 2017-2018.

New York Knicks

 

Heimavöllur: Madison Square Garden

Þjálfari: Jeff Hornacek

 

 

Helstu komur: Tim Hardaway Jr, Frank Ntklina, Enes Kanter.

Helstu brottfarir: Carmelo Anthony, Derrick Rose

 

 

Eftir dramatískt sumar þá er Carmelo Anthony loksins farinn frá New York Knicks, í allt sumar heyrðum við af því að hann væri að fara frá liðinu og að endingu þá gerðist það. Nú geta knicksarar loksins látið Kristaps Porzingis fá lyklana að liðinu og með milljarðamanninn Tim Hardaway Jr. sér við hlið þá er horft til framtíðar.

 

Styrkleikar liðsins eru Kristaps Porzingis. Eins og staðan er núna þá sé ég ekki mikið fleirir styrkleika, restin er óskrifað blað. Þeir náðu sér reyndar í reynslubolta í Jarred Jack, en það hreyfir ekki nálina mikið. Veikleikarnir eru reynsluleysi, engin breidd og vörnin fyrir utan þriggja stiga línuna verður væntanlega skelfileg. Leikstjórnandastaðan er líka stórt spurningamerki, hver ætlar að taka það að sér að setja boltann í hendurnar á Porzingis á réttum stöðum?

 

 

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:

Frank Ntiklina
Courtney Lee
Tim Hardaway Jr.
Kristaps Porzingis
Willy Hernangomez

 

 

Fylgstu með: Kristaps Porzingis. Hann er orðinn óskoraður leiðtogi liðsins og mun fá öll þau skot sem hann þarf.

Gamlinginn: Jarred Jack er kominn aftur til leiks til þess að koma einhverri ró á spilið hjá þessu unga liði.

 

 

Spáin: 25–57 – 13. sæti

 

15. Chicago Bulls

14. Brooklyn Nets

13. New York Knicks

12.

11.

10.

9.

8.

7.

6.

5.

4.

3.

2.

1.

Fréttir
- Auglýsing -