New York vann Denver Nuggets í nótt 129-125 og er þetta 8. sigur New York í röð. Amare Stoudemire fer enn og aftur á kostum og gerði 30 stig fyrir sitt lið. Carmelo Anthony var með 31 stig fyrir Denver.
Philadelphia lagði New Orleans 88-70. Varamaðurinn Louis Williams var stigahæstur hjá Philadelphia með 17 stig en hjá New Orleans var stórstjarnan Chris Paul með 25 stig.
Önnur úrslit:
L.A. Clippers-Orlandi 85-94
New Jersey-L.A. Lakers 92-99
San Antonio-Portland 95-78
Oklahoma-Cleveland 106-77
Mynd: Amare Stoudemire er sjóðandi með New York.




