spot_img
HomeFréttirNew Orleans Pelicans - Pelíkanarnir áfram í meiðslavandræðum?

New Orleans Pelicans – Pelíkanarnir áfram í meiðslavandræðum?

 

Þessi upphitun er hluti af spá karfan.is fyrir NBA tímabilið sem hefst 25. október.

 

Hérna er spá Karfan.is fyrir Austurströndina

 

Áður birt:

15. sæti – Los Angeles Lakers

14. sæti – Phoenix Suns

13. sæti – Sacramento Kings

12, sæti – Denver Nuggets

 

 

 

 

New Orleans Pelicans

 

Heimavöllur: Smoothie King Center

Þjálfari: Alvin Gentry

 

Helstu komur: Solomon Hill, Terrence Jones, Buddy Hield.
Helstu brottfarir: Ryan Anderson, Eric Gordon.

 

Ég get næstum fullyrt að ekkert lið í NBA deildinni hafi verið jafn óheppið með meiðsli og þetta Pelicans lið í fyrra. Lykilmenn í öllum leikstöðum voru mikið meiddir og ef þeir voru ekki meiddir þá voru fjölskyldumeðlimir meiddir og veikir. Í vetur vonast þeir til að þetta breytist, þeir losuðu sig við tvær mestu meiðslahrúgurnar, Gordon og Anderson og vonast til þess að þeirra langbesti leikmaður, Anthony Davis muni haldast heill í vetur.

 

Styrkleikar liðsins eru Anthony Davis sem er leikmaður á MVP kaliberi, getur skorað hvar sem er á vellinum og svo farið og varið skot á hinni körfunni 5 sekúndum seinna. Þar með líkur eiginlega þeirra styrkleikum, þó að liðið geti vel verið, ef allir eru heilir, mjög gott varnarlið. Veikleikarnir eru mikil meiðsli lykilmanna ár eftir ár, skytturnar eru ekki nógu sterkar, og að Pelicans eru með lélegasta byrjunarliðs miðherja deildarinnar. Omer Asik.

 

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:

PG – Tim Frazier
SG – E‘Twaun Moore
SF – Solomon Hill
PF – Anthony Davis
C – Omer Asik

 

Gamlinginn: Chris Copeland (32) er skorari af bekknum, það er að segja þegar hann kemst inn á.
Fylgstu með: Buddy Hield, nýliðinn er skytta með litla sem enga samvisku.

 

Spá: 37-45 – 11. sæti.

Fréttir
- Auglýsing -