spot_img
HomeFréttirNettómótið: 20 ára afmælismót Njarðvíkur og Keflavíkur

Nettómótið: 20 ára afmælismót Njarðvíkur og Keflavíkur

 
Barna? og unglingaráð körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur í samvinnu við Nettó og Reykjanesbæ standa fyrir sínu árlega körfuboltamóti í Reykjanesbæ helgina 6. og 7. mars 2010. Þetta er jafnframt 20. ára afmælismót félaganna. Mótið er fyrir drengi og stúlkur í minnibolta fædd árið 1998 og síðar. Leikið verður á 13 völlum, 2 x 12 mínútur hver leikur.
Innifalið í mótsgjaldi:
• Bíóferð
o Fyrir krakka 8 til 11 ára verður myndin Old dog´s sem er bráðfyndin gamanmynd.
o Fyrir krakka 6 og 7 ára verður myndin Planet 51 sem er ný mynd og hæfir vel þeim aldurshópi.
• Frítt verður í Vatnaveröld ? sundmiðstöð
• Hádegismatur á laugardag
• Kvöldmatur á laugardag
• Kvöldvaka og glaðningur
• Kvöldhressing á laugardagskvöld
• Gisting
• Morgunmatur á sunnudag
• Hádegismatur á sunnudag – pizzuveisla frá Langbest
• Verðlaunapeningur
• Vegleg gjöf í mótslok í tilefni 20. ára afmæli mótsins
• Reykjaneshöllin verður opin alla helgina en þar verður boðið uppá margskonar afþreyingu t. d.
hoppukastala, körfubolta, fótbolta, folf (frisbee?gólf) og margt fleira. Um er að ræða 7.840m²
leiksvæði.
Mótsgjald:
• Félagsgjald kr. 10.000.?
• Gjald per. þátttakanda er kr. 5.000.?
• Frítt er fyrir 1 þjálfara og 1 aðstoðarmann á hvert lið
 
Eins og sést verður nóg um að vera í Reykjanesbæ þessa fyrstu helgi í mars en síðasti skráningarfrestur á mótið er 26. febrúar.
Fréttir
- Auglýsing -