Drengirnir frá New Jersey unnu enn einn sigurinn á lokasprettinum þegar þeir jörðuðu New Orleans Hornets í nótt, 115-87. Nets hafa lengið verið í hættu á að vera taldir versta lið í sögu NBA, en nú er ljóst, eftir að þeir hafa unnið fjóra leiki af síuðustu sex, að þeir eru bara hrikalega slakt lið, og þar liggur mikill munur.
Svo einkennilega vildi til í nótt að næfurþunnur bekkurinn hjá Nets skildi á milli liðanna þar sem fimm manns af bekknum skoruðu 10 stig eða meira og 11. sigur vetrarins er staðreynd.
Á meðan unnu Milwaukee Bucks góðan sigur á Phoenix Suns, 98-107, en miðherji þeirra Andrew Bogut meiddist illa í leiknum og gæti verið frá í næstu leikjum.
Þá unnu Oklahoma City Thunder stórgóðan sigur á Dallas Mavericks, 116-121, og hafa fest sig í sessi sem eitt af hættulegri liðum NBA fyrir komandi úrslitakeppni.
Loks má geta þess að Denver Nuggets eru ekki af baki dottnir í rimmunni um betri sæti í Vesturdeildinni og unnu LA Clippers, 98-90.
Úrslit/Tölfræði og video
Philadelphia 123 Toronto 128
Atlanta 91 Detroit 85
New Jersey 115 New Orleans 87
Chicago 96 Charlotte 88
Minnesota 84 Miami 97
Dallas 116 Oklahoma City 121
Milwaukee 107 Phoenix 98
Denver 98 LA Clippers 90
Sacramento 87 Portland 98



